Myndband: DeChambeau nær ekki að verja titilinn á John Deere Classic

Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau þurfti að hætta leik á John Deere Classic mótinu eftir 15 holur á fyrsta hringnum á fimmtudaginn. Ástæða þess er sú að hann fann fyrir eymslum í hægri öxlinni.

DeChambeau var á 3 höggum yfir pari eftir 15 holur þegar hann ákvað að hætta leik en hann sigraði á þessu sama móti í fyrra og var það hans fyrsti sigur á PGA mótaröðinni. 

Ljóst er að niðurstaðan er svekkjandi fyrir DeChambeau en óljóst er hvort hann verði með á Opna mótinu sem fer fram um næstu helgi.

Viðtal við DeChambeau má sjá hér fyrir neðan.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is