Myndband: Charl Schwartzel æfir sig á óvenjulegan máta

Nedbank Golf Challenge mótið kláraðist fyrr í dag og var það Branden Grace sem stóð uppi sem sigurvegari. Grace endaði á 11 höggum undir pari og var einu höggi á undan næsta mann, en lesa má nánar um það hérna.

Charl Schwartzel var á meðal keppenda um helgina og endaði hann mótið á tveimur höggum undir pari. Það dugði til þess að enda jafn í 12. sæti.

Eins og við var að búast var töluverður hiti, en mótið fór fram í Suður-Afríku. Schwartzel lét það ekki stöðva sig frá því að æfa sig aðeins því hann birti myndband á Instagram síðu sinni þar sem hann var að slá út um herbergisgluggann sinn. Hvort kalla megi þetta leti eða ekki skal ósagt látið, en myndbandið er að sjá hér að neðan.

 

Practicing @golfatsun @europeantour #ngc2017

A post shared by Charlschwartzel (@charlschwartzel) on