Myndband: Bubba Watson og Wesley Bryan í brelluhöggskeppni

Það getur verið gaman þegar íþróttamenn skora á hvorn annan að gera einhverja skemmtilega hluti og það er einmitt það sem gerðist í gær. Bubba Watson birti þá myndband af sér vera að pútta þar sem hann skoraði á Wesley Bryan að framkvæma betra brelluhögg en hann gerði.

Púttið hjá Watson var frábært og ekki allir sem gætu framkvæmt það.

 

Hey @wesleybryangolf... you up for it?? #flickofthewristchallenge #stancesocks #photoshoot

A post shared by Bubba Watson (@bubbawatson) on

Það tók Wesley Bryan ekki nema hálfan sólarhring að svara Watson og má segja að Bryan hafi haft betur í þessari brelluhöggskeppni. Fyrir þá sem ekki vita var Wesley Bryan hluti af Bryan Brothers dúettnum sem sérhæfði sig í brelluhöggum.

Myndbandið af högginu hjá Bryan er hér að neðan.

 

Here you go @bubbawatson #yourewelcome #flickofthewristchallenge Don’t poke the bear 🐻

A post shared by Wesley Bryan (@wesleybryangolf) on