Myndband: Brooks Koepka fékk albatros

Brooks Koepka gerði sér lítið fyrir og fékk albatros á 16. holunni í dag á Players mótinu. 16. holan er um 480 metra löng par 5 hola og var hann um 185 metra frá.

Koepka lék lokahringinn á 63 höggum, eða níu höggum undir pari og jafnaði þar með vallarmet vallarins. Hann situr eins og er jafn í þriðja sæti, en margir kylfingar eiga enn eftir að hefja leik í dag og því líklegt að hann endi eitthvað neðar en það.

Þetta var í fjórða skiptið sem kylfingur fær albatros á þessari holu, en síðast gerðist það í fyrra, en þá fékk Rafa Cabrera Bello albatros.