Myndband: Brooks Koepka etur kappið við unga stúlku

Brooks Koepke átti frábært ár á PGA mótaröðinni og er eins og staðan er í dag í áttunda sæti heimslistans. Hann vann meðal annars sitt fyrsta risamót þegar að hann stóð uppi sem sigurvegari á Opna bandaríska meistaramótinu í byrjun júní og svo endaði hann í 10. sæti í keppninni up FedEx bikarinn.

Það getur því verið ansi krefjandi að etja kappi við Koepka, en einn af hans styrkleikum er lengd hans. 

Ung stelpa fékk á dögunum að verða þess aðnjótandi að keppa við Koepka. Þau fóru meðal annars í keppni af teig, að slá inn á flöt, að slá úr glompu og að pútta. Grípa þurfti til bráðabana um hver stæði uppi sem sigurvegari. Myndbandið af öllu saman má sjá hér að neðan.