Myndband: Boltinn hjá Poulter fer eftir fyrirmælum

Ian Poulter sigraði á sínu fyrsta móti í tæp sex ár fyrir tveimur vikum þegar að hann stóð uppi sem sigurvegari á Houston Open mótinu. Hann er enn á ný í baráttunni um sigur, en eftir tvo hringi á RBC Heritage mótinu er hann á níu höggum undir pari, einu höggi á eftir Bryson DeChambeau.

Á hringnum í gær fékk Poulter sjö fugla og tapaði ekki einu höggi. Hann kom því í hús á 64 höggum, eða sjö höggum undir pari.

Poulter lenti í ansi skemmtilegu atviki á hringnum í gær, en á fimmtu holunni, sem er par 5 hola, var hann að reyna að slá inná flötina í tveimur höggum. Um leið og hann var búinn að slá kallaði hann á eftir boltanum að setjast, í þeirri trú að boltinn væri að fara allt of langt.

Viti menn, höggið endaði um 13 metra of stutt og hver veit nema að boltinn hafi bara hlustað aðeins á eiganda sinn. Poulter gat þó helgið af sjálfum sér og birti myndband á Instagram síðu sinni þar sem að hann kallaði sjálfan kleinuhring.

Myndbandið má sjá hér að neðan.