Myndband: Bestu högg helgarinnar

AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu lauk á sunnudaginn og var það Ted Potter, Jr. sem stóð uppi sem sigurvegari. Potter lék á samtals 17 höggum undir pari og endaði þremur höggum á undan næstu mönnum.

Hann átti eitt af höggum helgarinnar og kom það á lokadeginum þegar að hann vippaði ofan í fyrir fugli á sjöundu holu dagsins. Höggið var kosið þriðja besta högg helgarinnar.

Sam Saunders, Peter Malnati og Rory McIlroy eigar allir eitt af höggum helgarinnar. Síðasti kylfingurinn er svo Jesper Parnevik, en hann lék á Öldungamótaröð PGA mótaraðarinnar. Myndband af höggunum fimm er að sjá hér að neðan.