Myndband: Bestu högg helgarinnar í Mexíkó

Það var nóg um fína drætti á Mexico Championship Heimsmótinu sem lauk nú á sunnudaginn. Það var að lokum Phil Mickelson sem sigraði eftir bráðabana við Justin Thomas.

Völlurinn í Mexíkó er ekki sá lengsti á PGA mótaröðinni og því algengt að menn séu nálægt flötum eftir teighögg. Því voru ansi margir sem vippuðu ofan í og í flestum tilfellum dugar það til að eiga eitt af fimm bestu höggum helgarinnar. Svo var ekki að þessu sinni, því flest af höggunum komu nokkuð langt utan af velli og enduðu öll fimm höggin í holunni.

Í sætum fimm til þrjú eru þeir Tony Finau, Dustin Johnson og Jason Dufner. Ross Fisher á annað besta högg helgarinnar þegar að hann gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi. Það er síðan Justin Thomas sem á högg helgarinnar. Hann sló þá ofan í af um 110 metra færi og tryggði það farseðilinn í bráðabanan.

Öll fimm höggin má sjá hér að neðan.