Myndband: Atvinnuviðtal með Fleetwood og félögum

Ef nokkrir af bestu kylfingum heims væru ekki í golfi, hvað myndu þeir þá gera?

Evrópumótaröð karla birti á laugardaginn myndband þar sem kylfingar á borð við Tommy Fleetwood, Shane Lowry, Beef Johnston og Andy Sullivan ræða um hvað þeir myndu gera. 

Þá eru kylfingarnir einnig spurðir að því hvað þeir hræðast mest og hvar þeir sjá sig eftir fimm ár. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is