Myndband: Átti Woods að fá víti?

Tiger Woods lék annan hringinn á Hero World Challenge mótinu á 3 höggum undir pari og er jafn í 14. sæti þegar mótið er hálfnað á 2 höggum undir pari í heildina.

Á 18. holunni á öðrum keppnisdegi lenti Woods í athyglisverðu atviki þegar hann sló boltanum inn á braut úr runna. Mikil óvissa myndaðist eftir höggið en óljóst var hvort hann hefði tvíslegið boltann eða ekki.

Eftir hringinn var höggið skoðað nánar og komust dómarar mótsins að þeirri niðurstöðu að Woods hefði einungis slegið boltann einu sinni.

„Ef kylfingurinn vissi ekki að hann hafi gert það [tvíslegið boltann] og eina leiðin til að komast að því er að nota hæga spilun í útsendingu er hann undanþeginn reglunni,“ var meðal þess sem dómararnir sögðu.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is