Myndband: Alexander Levy á högg janúar mánaðar á Evrópumótaröðinni

Alexander Levy átti góðu gengi að fagna í janúar. Hann lék í þremur mótum á Evrópumótaröðinni og endaði meðal annars í sjöunda sæti í Abu Dhabi HSBC Championship mótinu og í fjórða sæti í Omega Dubai Desert Classic mótinu.

Það var eitt högg sem stóð upp úr hjá honum og kom það högg í Omega Dubai Desert Classic mótinu. Þar gerði hann sér lítið fyrir og fór holu í höggi og var höggið kosið högg janúar mánaðar á Evrópumótaröðinni.

Höggið kom á fjórðu holunni á þriðja degi mótsins. Holan er 165 metrar að lengd. Myndband af högginu má sjá hér að neðan.