Myndband: Áhorfendur gengu með Woods og McIlroy að 18. flöt

Andrúmsloftið á TOUR Championship var engu líkt í dag, sunnudag, þegar ljóst var að Tiger Woods myndi vinna sitt fyrsta mót frá árinu 2013. 

Þúsundir áhorfenda gengu inn á braut og löbbuðu með þeim Woods og McIlroy síðustu metrana áður en þeir gengu inn á flöt á 18. holu sem er ekki eitthvað sem kylfingar eru vanir að sjá.

Woods átti raunar erfitt með að koma sér frá áhorfendunum áður en hann sló þriðja höggið sitt úr glompu og tvípúttaði svo fyrir sigri. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Sjá einnig:

Ég trúi þessu varla
Tiger Woods sigraði á TOUR Championship mótinu

Ísak Jasonarson
isak@vf.is