Myndband: Af hverju slær Justin Thomas svona langt?

Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði á PGA mótaröðinni fyrir frábæra frammistöðu á golfvellinum. Hann er nú farinn að sigra á fleiri golfmótum en áður og hefur aldrei verið ofar á heimslistanum eða í 12. sæti.

Það sem er einnig athyglisvert við Thomas er gríðarleg högglengd sem hann býr yfir þrátt fyrir að vera einungis 178 cm á hæð.

Sérfræðingar PGA mótaraðarinnar ásamt Dr. Robert Neal fóru á dögunum með Thomas í stutta greiningu þar sem farið var yfir lykilinn að högglengd Thomas og er hægt að sjá niðurstöðuna í myndbandinu hér að neðan.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is