Myndband: Að slá golfhögg af ís er ekki góð hugmynd

Það er ýmislegt sem mönnum dettur til hugar og er það ekki alltaf jafn skynsamlegt. Að slá golfbolta á frosnu vatni er eitt af því sem hljómar ekkert allt of vel og virðist ekki ganga upp.

Þar sem veturinn er genginn í garð hér á Íslandi getur verið gaman að minna á það að það er stundum betra að sleppa því að reyna að slá boltann. Myndbandið hér að neðan var birt fyrir rétt rúmu ári og eins og sést var niðustaðan fremur slæm.

Það stoppar samt ekki aðra kylfinga í að reyna aftur. Í þetta skiptið var það högg úr glompu. Glompan var þá full af klaka og lá boltinn út á miðjum ísnum. Eins og sést var niðurstaðan engu betri og því spurning að gefa það upp á bátinn að reyna að slá golfboltann ef hann er út á ís.