Myndband: 13 ára kylfingur slær nær holu en Dustin Johnson

Það var ungur kylfingur frá Englandi sem stal senunni á fyrsta hring Abu Dhabi HSBC meistaramótsins á Evrópumótaröðinni í morgun.

Hinn 13 ára gamli Oscar Murphy vann á dögunum keppni á vegum HSBC og hlaut í verðlaun að slá upphafshögg með þeim Dustin Johnson, Rory McIlroy og Tommy Fleetwood á 15. holu á fyrsta keppnishring.

Höggið heppnaðist frábærlega og endaði boltinn hans nær holu en bolti Dustin Johnson, efsta kylfingi heimslistans.

Myndbandið skemmtilega má sjá hér fyrir neðan.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is