Myndband: 10 bestu höggin í sögu Valderrama Masters

Valderrama Masters mótið hefst á fimmtudaginn á Evrópumótaröð karla. Margir af bestu kylfingum heims eru skráðir til leiks og hefur Sergio Garcia titil að verja.

Birgir Leifur Hafþórsson komst inn í mótið. Hann hefur leik klukkan 14:25 að staðartíma og leikur með þeim Ryan Evans og Zander Lombard fyrstu tvo dagana.

Til að hita upp fyrir mótið birti Evrópumótaröðin myndband af 10 bestu höggunum í sögu keppninnar. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is