Mynd: Thomas deilir markmiðum sínum fyrir tímabilið

Einn besti kylfingur heims, Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas, deildi í dag markmiðum sínum fyrir tímabilið 2017-2018 og sýndi hversu mörgum hann náði.

Alls voru 14 markmið á listanum og náði Thomas 7 þeirra. Meðal þeirra markmiða sem hann náði var að vinna mót á árinu, komast í Ryder liðið og að verða efsti kylfingur heimslistans.

Meðal þeirra markmiða sem Thomas náði ekki var að vinna risamót, komast í gegnum niðurskurð í öllum mótum ársins og að verja titil frá fyrra ári.

Markmiðin voru svo sannarlega háleit hjá Bandaríkjamanninum unga sem hefur á undanförnum árum komið sér í hóp bestu kylfinga heims. 

„Fyrir hvert ár setjum við í liðinu mínu upp markmið fyrir árið.. en þetta er eitthvað sem mér finnst mikilvægt. Sum markmiðin eru nokkuð viðráðanleg, önnur sem þarfnast mikillar vinnu og sum mjög erfið,“ sagði Thomas í Instagram færslu sinni sem má sjá hér fyrir neðan.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Every year/season my team and I come up with goals for the year... it’s something I’ve always found important. A few goals that are very attainable, some that are going to require some hard work, then some that are extremely difficult. I ask every person in my on course team (caddie, dad, putting coach), to make a their own list. This keeps us all accountable the entire year that everybody is doing what they should be doing on and off the course to make sure we are as ready as possible every time I tee it up. Time to get started on next years list! (And no I will not share it until the season is over 😜😜) I challenge you guys to make your own list of goals and see how many you can achieve!

A post shared by Justin Thomas (@justinthomas34) on

Ísak Jasonarson
isak@vf.is