Mynd: Gareth Bale með TPC Sawgrass í bakgarðinum

Fótboltastjarnan Gareth Bale, sem leikur fyrir Real Madrid á Spáni, stendur í framkvæmdum í bakgarði sínum þar sem hann er að búa til eftirlíkingar af nokkrum frægum golfholum.

Ein þeirra, 17. holan á TPC Sawgrass vellinum, er nú að verða tilbúin og lítur hún stórkostlega út.

Auk 17. holunnar verða eftirlíkingar af holum frá golfvöllum á borð við Augusta National og Royal Troon en garðurinn er staðsettur í Wales.

Golf News Magazine setti mynd af bakgarðinum inn á Twitter og má sjá hana hér fyrir neðan.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is