Myndband: Alls 24 boltar í vatnið á eyjunni á TPC Sawgrass

17. holan á TPC Sawgrass reyndist kylfingum erfið á fyrsta degi Players meistaramótsins.

Alls voru slegnir 24 boltar í vatnið við flötina en keppendafjöldi mótsins er 144. 

Mörg stór nöfn slógu í vatnið en meðal þeirra voru fyrrum sigurvegararnir Sergio Garcia, Rickie Fowler og Phil Mickelson.

Hideki Matsuyama fór einnig illa úr þessari frábæru holu en hann sló tvisvar í vatnið og þurfti að sætta sig við 8 högg.

 

Ísak Jasonarson
isak@vf.is