Mögnuð endurkoma hjá Haraldi á Opna mótinu

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús hóf í dag leik á Opna mótinu fyrstur allra íslenskra kylfinga. Haraldur lék fyrsta hringinn á höggi yfir pari og er þessa stundina jafn í 67. sæti en margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik.

Haraldur hóf leik á 1. teig í morgun og fór í raun ekki nógu vel af stað. Hann fékk þrjá skolla á fyrstu 8 holunum og allir komu þeir eftir að hann hafði slegið í glompu í upphafshöggunum.

Á 9. holu fékk Haraldur svo skolla eftir að hafa verið í fínu fuglafæri og útlitið ekki svo bjart hjá okkar manni.

Haraldur lék svo magnað golf á holum 10-14 þar sem hann fékk þrjá fugla og tvö pör og þar með var hann kominn á högg yfir par þegar fjórar holur voru eftir.

Skollar á 15. og 16. holu komu Haraldi aftur á 3 högg yfir pari en þar með var sagan ekki öll sögð því hann fékk magnaðan fugl á 17. holu áður en hann fékk enn betri fugl á 18. holu.

Haraldur fagnar fuglapúttinu á 17. flöt sem var af 15-16 metra færi..

og hér glæsilegu pútti á 18. flöt. Þvílíkur endir hjá okkar manni.

Annar hringur mótsins fer fram á morgun. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is