Mögnuð byrjun hjá Valdísi Þóru á NSW Open

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lék fyrsta hringinn á Women's NSW Open mótinu á 8 höggum undir pari eða 63 höggum. Fyrir vikið er hún með þriggja högga forystu í mótinu.

Valdís, sem hefur ekki byrjað tímabilið með látum. var í miklu stuði á fyrsta hring mótsins. Á hringum fékk hún alls sjö fugla, einn örn og einn skolla sem kom á 18. holunni en hún hóf leik á 9. teig.

Skorkort hennar má sjá hér fyrir neðan.

Alls eru leiknir fjórir hringir í mótinu og er skorið niður eftir tvo. Valdís er með þriggja högga forystu á Astrid Vayson De Pradenne frá Frakklandi eftir fyrsta hringinn en einungis 18 kylfingar léku undir pari á fyrsta keppnisdegi.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is