Minni tími yfir boltanum skilar sér í betri árangri

Atvinnukylfingar sem eyða minni tíma yfir boltanum eru líklegri til þess að ná góðum árangri í mótum samkvæmt áhugaverðri rannsókn sem fyrirtækið RSM gerði í samstarfi við Evrópumótaröðina í golfi.

Rannsakendur tóku saman tölfræði frá 47 kylfingum á Evrópumótaröðinni en alls léku þeir kylfingar 304 golfhringi og slógu 22.579 högg. 

Samkvæmt rannsókninni getur styttri tími yfir boltanum aukið tekjur kylfinga á Evrópumótaröðinni um 189 þúsund evrur á tímabili en niðurstaðan var sú að meirihluti kylfinganna sló lélegt högg þegar þeir stóðu lengur en vanalega yfir boltanum.

Þá voru 90% líkur á bætingu í púttum með styttri rútínu og þeir kylfingar sem héldu rútínu sinni stöðugri voru 50% líklegri til að komast í gegnum niðurskurðinn í þeim mótum sem voru rannsökuð.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar má sjá hér fyrir neðan en rannsóknina má lesa í heild sinni með því að smella hér.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is