Mikil spenna fyrir lokahringinn í Kaliforníu

Það er Austin Cook sem er í forystu þegar einum hring er ólokið á CareerBuilder Challenge mótinu. Cook er samtals á 19 höggum undir pari eftir þrjá hringi, en margir kylfingar eru skammt undan.

Þriðja hringinn lék Cook á LaQuinta vellinum og kom hann í hús á 64 höggum, eða átta höggum undir pari. Hann fór upp um níu sæti milli hringja. Hann er eins og áður sagði á samtals 19 höggum undir pari.

Tveir kylfingar eru jafnir í öðru sæti á 18 höggum undir pari, en það eru þeir Andrew Landry og Martin Piller. Það er svo eitt högg í næstu tvo spilari, en það eru þeir Jon Rahm og Scott Piercy.

Það má því búast við mikilli spennu á lokadeginum sem fram fer á morgun, en þá verður leikið á Stadium vellinum.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.