Mikil ánægja með 9 holu VITAgolfmót

Mikil ánægja var meðal kylfinga að geta sótt 9 holu mót en VITAgolfmótið í ár var haldið á golfvellinum í Hveragerði 5. ágúst sl. og mættu 175 manns til leiks og léku 9 holur. Full skráning ar í mótið en 250 manns höfðu skráð sig til leiks en nokkur forföll urðu vegna rigningar. Halldór Friðgeir Ólafsson, GM sigraði í punktakeppni og var með 21 punkt.

Össur Emil Friðgeirsson, GHG, Harpa Rós Björgvinsdóttir, GHG og Helgi Runólfsson, GK voru næst með 20 punkta. Glæsilegir ferðavinningar voru í verðlaun, m.a. 100 þús. kr. gjafabréf hjá VITAgolf í 1. sætið.
Einar Lyng, fararstjóri hjá VITAgolf og framkvæmdastjóri Golfklúbbs Hveragerðis segir að niðurstöður úr könnun sem hann gerði meðal kylfinga á mótinu voru um um 70% sem vildu sjá fleiri 9 holu mót. „Það var mikil ánægja með þetta og þetta er eitthvað sem við hér í Hveragerði munum taka mið af og bjóða upp á fleiri svona mót,“ sagði Einar.

Peter Salmon, framkvæmdastjóri VITAgolf segist afar ánægður með þátttökuna í mótinu og viðbrögðin við því að bjóða upp á 9 holu mót. Tómas Salmon hefur tekið til starfa hjá VITAgolf. Hann er þaulvanur kylfingur og m.a. leikið með unglingalandsliði Íslands. „Tommi er samt ekki að taka við af mér. Það getur verið að það endi einhvern tíma þannig eftir mörg ár í þessum bransa en ég er alls ekki að hætta. Ég vona að viðskiptavinir okkar taki vel á móti Tomma. Við erum með fjölbreytt úrval golfferða í haust og vetur eins og undanfarin ár. Við hlökkum til að sjá kylfinga með okkur,“ sagði Peter Salmon.Feðgarnir Tómas og Peter Salmon. Sá fyrrnefndi hefur tekið til starfa hjá VITAgolf en sá „gamli“ mun þó áfram stjórna golfdeildinni.