Mickelson er með umtöluðustu kálfa PGA mótaraðarinnar

PGA mótaröðin tilkynnti á mánudaginn að héðan af væri kylfingum heimilt að vera í stuttbuxum á æfingahringjum og Pro-Am mótum. 

PGA mótaröðin er mætt til Mexíkó þessa vikuna og hafa kylfingar því nýtt sér tækifærið og leikið í stuttbuxum. Það er samt einn kylfingur sem hefur stolið allri athyglinni og er það enginn annar en Phil Mickelson.

Fjölmiðlar vestanhafs hafa keppst við að tala um kálfana á Mickelson. Eins og sést á myndinni hér að neðan eru þeir engin smá smíði.

Margir kylfingar hafa lýst yfir stuðningi við þessa reglu en Evrópumótaröðin gerði svipaða reglubreytingu árið 2016.