Michael Phelps sjóðheitur með pútternum

Michael Phelps virðist ýmislegt til lista lagt. Fyrir þá sem ekki vita þá hefur Phelps unnið til fleiri gullverðlauna á Ólympíuleikunum en nokkur annar, eða 23 samtals.

Í gær var hann mættur á Omega European Mastersmótið til þess að sinna góðgerðarmálum. Þar voru frægir einstaklingar fengnir til þess að pútta frá um 8 metrum.

Michael Phelps, sem hefur lagt þó nokkra stund á golf eftir að hafa lagt sundið á hilluna, og er í dag farinn að spila kringum 80 högg, gerði sér lítið fyrir og setti púttið niður. Þar með tryggði hann sér sigurinn í „stjörnumótinu“. Fyrir þá sem muna eftir þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem Phelps kemst í fréttirnar fyrir að setja niður langt pútt. Því árið 2012, þegar hann var þó nokkuð lélegri í golfi, setti Phelps niður um 50 metra pútt á Alfred Dunhill Links Meistaramótinu.

Myndbönd af báðum púttum Phelps eru að sjá hér að neðan.