Meistaramót GK: Axel í forystu í karlaflokki | Jafnt í kvennaflokki

Meistaraflokkskylfingar Golfklúbbsins Keilis eru nú búnir með tvo hringi í Meistaramóti klúbbsins og eru línur farnar að skýrast.

Í karlaflokki er atvinnukylfingurinn Axel Bóasson í forystu eftir að hafa leikið á 71 og 70 höggum. Axel er samtals á höggi undir pari, tveimur höggum á undan Birgi Birni Magnússyni sem er annar. Stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar 2017, Vikar Jónasson, er í þriðja sæti á 4 höggum yfir pari.

Í kvennfalokki eru Þórdís Geirsdóttir og Sigurlaug Rún Jónsdóttir búnar að spila á sama skori fyrstu tvo dagana. Báðar eru þær á 12 höggum yfir pari og í efsta sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Þórdís Geirsdóttir er margfaldur klúbbmeistari í GK.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is