McIlroy, Woods og Thomas saman í holli

Rástímar fyrir PGA meistaramótið sem hefst á fimmtudaginn á Bellerive golfvellinum hafa nú verið opinberaðir. Nokkur holl vekja sérstaka athygli enda gríðarlega sterk.

Vinsælasta hollið verður án efa holl Tiger Woods, Rory McIlroy og Justin Thomas sem allir hafa sigrað á þessu móti. Thomas sigraði á mótinu í fyrra, McIlroy árin 2012 og 2014 og Wood árin 1999, 2000, 2006 og 2007.

Annað holl sem ber að nefna er holl Brooks Koepka, Francesco Molinari og Patrick Reed sem hafa unnið fyrstu þrjú risamót ársins.

PGA meistaramótið er fjórða og síðasta risamót ársins. Líkt og áður segir hefur Justin Thomas titil að verja í mótinu en hann kemur sjóðandi heitur inn í mótið eftir sigur á Bridgestone Invitational mótinu í síðustu viku.

8:17: Tony Finau, Jim Furyk, Xander Schauffele
8:39: Rickie Fowler, Hideki Matsuyama, Ian Poulter
9:01: Phil Mickelson, Jason Day, Keegan Bradley
9:23: Tiger Woods, Rory McIlroy, Justin Thomas
13:53: Dustin Johnson, Adam Scott, Bubba Watson
14:15: Brooks Koepka, Francesco Molinari, Patrick Reed
14:37: Jon Rahm, Jordan Spieth, Justin Rose


Rory McIlroy.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is