McIlroy: Tiger sendir reglulega á mig SMS um miðja nótt

Tiger Woods snýr aftur á PGA mótaröðina í lok janúar þegar Farmers Insurance Open. Woods hefur verið frá keppni á mótaröðinni allt frá því hann lék á Wyndham Championship mótinu í ágúst árið 2015.

Einn þeirra sem er spenntur fyrir endurkomu Woods er Rory McIlroy en þeir eru hinir mestu mátar. McIlroy talaði um Woods í viðtali við Irish Independent á dögunum.

„Ég heillast að Tiger,“ sagði McIlroy. „Hann er athyglisverð persóna því þú getur verið með honum í tvo tíma og séð fjórar mismunandi hliðar af honum.

Hann er klár. Hann les mjög mikið og lærir um allt. En hann á erfitt með að sofa sem ég held að sé vegna þess að hann æfir of mikið.

Hann átti það til að senda mér SMS klukkan fjögur um morguninn: „Ég er að lyfta, hvað ert þú að gera?“

Erica (kærasta McIlroy) var ekki sátt með þetta.“

Rory McIlroy er skráður til leiks á fyrsta móti ársins á Evrópumótaröðinni, BMW SA Open, en það hefst á fimmtudaginn.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is