McIlroy stefnir á sigur í Abu Dhabi

Norður-Írinn Rory McIlroy er einungis höggi á eftir efstu mönnum fyrir lokahringinn á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu sem fer fram á Evrópumótaröðinni í golfi. McIlroy stefnir á sigur í mótinu en hann hefur verið oftar en einu sinni í toppbaráttunni í þessu móti í gegnum árin.

„Sigur á morgun hefði mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði McIlroy eftir þriðja hringinn. „Ég hef nokkrum sinnum verið nálægt því hérna, ég held ég hafi verið svona sex sinnum í topp-3 í þessu móti.

Ég hef aldrei unnið í mínu fyrsta móti eftir hlé. Ég var nálægt því í fyrra í Suður-Afríku þegar Stormy [Graeme Storm] vann mig í bráðabana.

Ég púttaði mjög vel í dag og sló sömuleiðis vel. Allt í allt var þetta frábær hringur og gott fyrir sjálfstraustið. Að vera í toppbaráttunni á sunnudegi er staða sem allir vilja vera í.“

Hér er hægt að sjá stöðuna.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is