McIlroy kominn með Callaway kylfur í pokann

Norður-Írinn Rory McIlroy er mættur til Suður-Afríku, þar sem fyrsta mót ársins á Evrópumótaröðinni fer fram, með nýjar kylfur í pokanum.

„Ég var í Dubai yfir jólin þar sem ég prófaði ýmsar kylfur,“ sagði McIlroy. „Þar notaði ég TrackMan til að bera saman þær tölur sem skipta mestu máli.“

Kylfurnar sem McIlroy verður með um helgina:

Dræver: Callaway Epic Sub Zero
Trékylfur: TaylorMade M2
Járn: Custom Callaway Apex MB
Fleygjárn: Titleist Vokey SM6
Pútter: Odyssey
Bolti: 2017 Titleist Pro V1x

„Þetta eru kylfurnar sem ég verð með í pokanum þessa helgina og við sjáum hvernig það fer. Að lokum skiptir það meira máli hver sveiflar kylfunni heldur en hvaða kylfu maður notar.“


Svona lítur poki McIlroy út.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is