Matt Wallace fór holu í höggi á PGA meistaramótinu

Þriðji dagur PGA meistaramótsins er langt kominn og er það Brooks Koepka sem er í forystu á samtals 11 höggum undir pari.

Högg dagsins kom hins vegar frá Englendingnum Matt Wallace. Hann gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 16. holu vallarins. Hann lék hringinn í dag á 68 höggum eða tveimur höggum undir pari og er eftir daginn jafn í 20. sæti.

Höggið hjá Wallace má sjá hér að neðan en hann sló það með fimm járni og er holan um 215 metrar að lengd.