Matsuyama þénaði 12 milljónir þrátt fyrir að enda í síðasta sæti

Hero World Challenge mótið sem Tiger Woods hefur haldið undanfarin ár fór fram um helgina á Bahama eyjum.

Mótið er boðsmót fyrir 18 kylfinga og að þessu sinni kepptu meðal annars 14 af 20 efstu kylfingum heimslistans.

Ekki er niðurskurður í mótinu og fá allir keppendur verðlaunafé að því loknu. Japaninn Hideki Matsuyama endaði í neðsta sæti og þénaði hvorki meira né minna en rúmar 12 milljónir íslenskra króna. 

Jon Rahm, sem sigraði á mótinu, þénaði 123 milljónir króna fyrir sigurinn. Tony Finau, sem endaði annar, þénaði 50 milljónir.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is