Magnaður íslenskur sigur á Gleneagles

-Ólafía, Valdís, Birgir og Axel tryggðu Íslandi sigur í blandaðri liðakeppni á Evrópumótinu

Íslendingar sigruðu í blandaðri liðakeppni á Evrópumótinu sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Ísland lék á 3 undir pari og var höggi á undan Bretum. Sannarlega magnaður árangur hjá Íslendingum en Birgir Leifur Hafþórsson og Valdís Þóra Jónsdóttir voru saman og síðan þau Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Axel Bóassson.

Íslenska liðið náð forystu í byrjun hrings oghélt henni framan af en tapaði henni svo um miðbik hringsins. Frábær lokasprettur tryggði Íslandi sigurinn en þetta er í fyrsta sinn sem þetta mót er haldið þar sem kona og karl eru saman í liðum.
Birgir og Valdís léku á -2 og fengu fugla á síðustu þrjár holurnar. Ólafía og Axel léku á -1 og léku frábært og stöðugt golf.

Á morgun leika Axel og Birgir Leifur í undanúrslitum í karlaflokki. Rúv2 sýnir frá mótinu og verður með beina útsendingu frá lokadeginum frá kl. 11.50.

Hér má sjá svakalegt pútt Valdísar Þóru á erfiðum stað á 18. braut fara ofan í fyrir fugli, þriðja fugli hennar og Birgis á síðustu þremur holunum.
 

Viðtal við Íslendinga eftir sigurinn.