LPGA verður með liðakeppni á næsta ári

LPGA mótaröðin hefur tilkynnt að frá og með næsta tímabili verður eitt af mótum ársins liðkeppnis mót með svipuðu sniði og Zurich Classic mótið á PGA mótaröðinni.

Mótið mun bera heitir The Dow Great Lake Bay Invitational og verða leikna 72 holur á Midland golfvellinum í Michigan. Líkt og í Zurich Classic mótinu verður leikið bæði betri bolti og fjórmenningur. Hvernig liðin verða mynduð hefur enn ekki verið gefið upp.

Heildar verðlaunafé í mótinu verður tvær milljónir dollara og hefur aðal styrktaraðilinn, The Dow Chemical Company, gert fimm ára samning. Mótið mun fara fram dagana 17.-20. júlí árið 2019.