LPGA: Valdís þarf á kraftaverki að halda

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, á ekki raunhæfan möguleika á að komast á lokastig úrtökumótanna fyrir LPGA mótaröðina. Þetta varð ljóst í dag þegar hún lék þriðja hringinn á 2. stigs úrtökumóti á einu höggi yfir pari og er því samtals á 11 höggum yfir pari í mótinu.

Alls komast 25 kylfingar áfram að fjórum hringjum loknum og má reikna með því að þeir kylfingar verði allir undir pari. Valdís þarf því að leika lokahringinn á 13 höggum undir pari til þess að eiga möguleika á að komast áfram.

Hringur Valdísar á þriðja degi var hennar besti í mótinu til þessa en hún fékk fjóra fugla, þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla. Skorkortið má sjá hér fyrir neðan.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is