LPGA: Valdís lék lokahringinn á 71 höggi

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, verður ekki með keppnisrétt á LPGA mótaröðinni á næsta ári. Þetta varð ljóst í dag þegar lokahringur 2. stigs úrtökumóts fór fram í Flórída.

Valdís lék lokahring mótsins á 71 höggi eða einu höggi undir pari og endaði því mótið á 10 höggum yfir pari.

Tveir fyrstu hringir Valdísar gerðu í raun út um hennar möguleika í mótinu en hún var á 10 höggum yfir pari eftir hringina tvo og þá um 12 höggum frá sæti í lokaúrtökumótinu.


Skorkort Valdísar á lokahringnum.

25 efstu kylfingarnir komust áfram á lokaúrtökumótið að loknum fjórum hringjum í 2. stigs úrtökumótinu. Valdís varð að lokum 11 höggum frá því að komast áfram.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is