LPGA: Valdís lék annan hringinn á 78 höggum

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lék í dag annan hringinn á 2. stigs úrtökumóti fyrir LPGA mótaröðina á 78 höggum og er jöfn í 162. sæti þegar fréttin er skrifuð.

Valdís hóf leik á 10. teig í dag og var á höggi undir pari eftir fjórar holur þar sem hún fékk þrefaldan skolla á 13. holu. Hún fékk svo fjórfaldan skolla á 17. holu og kláraði sínar fyrri níu holur á 4 höggum yfir pari.

Á seinni níu lék Valdís á þremur höggum yfir pari eftir fugl á 1. holu og tvöfalda skolla á 2. og 9. holu.


Skorkort Valdísar á 2. hringnum.

Samtals er Valdís á 10 höggum yfir pari eftir tvo hringi í mótinu og jöfn í 162. sæti af tæplega 200 keppendum.

Alls komast á milli 15 og 25 kylfingar áfram á þriðja og síðasta stig úrtökumótanna. Eftir tvo hringi í mótinu má búast við því að skor í kringum parið dugi til þess að komast áfram og því þarf Valdís að leika á nokkrum höggum undir pari næstu tvo daga.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is