LPGA: Tvær jafnar á toppnum

Það eru þær Brooke M. Henderson og Nelly Korda sem er í forystu eftir þrjá hringi á Lotte Championship mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Þær eru með eins höggs forystu á næstu kylfinga.

Henderson lék á 69 höggum í gær, eða þremur höggum undir pari, á meðan Korda lék á 71 höggi, eða höggi undir pari. Þær er samtals á 14 höggum undir pari.

Í öðru sæti á 13 höggum undir pari eru þær Minjee Lee og Eun-Hee Ji. Sú síðar nefnda var í forystu fyrir daginn í gær á 15 höggum undir pari en hún náði sér ekki á strik í gær og lék hringinn á tveimur höggum yfir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is