LPGA: Tvær jafnar á toppnum

Annar hringur á Marathon Classic mótinu á LPGA mótaröðinni fór fram í Ohio fylki í Bandaríkjunum í gær. Fyrir daginn var það Thidapa Suwannapura sem var í forystu á sex höggum undir pari. Það eru hins vegar hin kanadíska Brooke M. Henderson og hin sænska Caroline Hedwall sem eru nú jafnar í forystu á samtals 9 höggum undir pari.

Henderson lék hringinn í gær á fimm höggum undir pari þar sem hún tapaði ekki höggi en fékk fimm fugla og restin pör. Hedwall lék á fjórum höggum undir pari og fékk einn skolla, fimm fugla og restin pör.

Í 3. sæti er svo Suwannapura en hún lék hringinn í gær á tveimur höggum undir pari og er því samtals á 8 höggum undir pari. 

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á meðal keppenda og situr fyrir daginn jöfn í 16. sæti. Nánar má lesa um hringinn hennar í gær hér.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.