LPGA: Tvær jafnar á toppnum í Arizona

LPGA mótaröðin hóf göngu sína að nýju eftir smá hlé, en í gær hófst Bank of Hope Founders Cup mótið. Ólafía er á meðal þátttakenda og lék hún á 74 höggum í gær. Nánar má lesa um hringinn hennar hérna.

Það eru þær Chella Choi og Karine Icher sem eru í forystu eftir fyrsta hringinn. Þær komu í hús á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Choi fékk sex fugla, einn skolla og restina pör á hringnum sínum, á meðan Icher fékk sjö fugla, tvo skolla og restina pör.

Sex kylfingar eru jafnar í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Anna Nordqvist er síðan á þremur höggum undir pari, jöfn í níunda sæti.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.