LPGA: Tvær jafnar á toppnum fyrir lokadaginn

Það er mikil spenna fyrir lokahring Meijer LPGA Classic mótsins en tvær konur eru jafnar á toppnum. Kylfingarnir eru þær Anna Nordqvist og Lee-Anne Pace.

Þær léku báðar frábærlega í dag og komu í hús á 64 höggum, eða átta höggum undir pari. Það sem vakti athygli var að þær léku 16 af 18 holum á sama skori. Eftir daginn eru þær á samtals 18 höggum undir pari.

Tveimur höggum á eftir er So Yeon Ryu. Hún var í forystu fyrir daginn í dag en hún náði aðeins að leika á 69 höggum, eða þremur höggum undir pari.

Ólafía Þórunn lék á 70 höggum í dag og er jöfn í 56. sæti fyrir lokadaginn.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.