LPGA: Suwannapura sigraði eftir bráðabana

Marathon Classic mótinu lauk nú í kvöld á LPGA mótaröðinni. Það var hin tælenska Thidapa Suwannapura sem bar sigur úr býtum eftir bráðabana við Brittany Lincicome.

Fyrir daginn var það Brooke M. Henderson sem var í forystu á 11 höggum undir pari. Hún náði aftur á móti aðeins að leika á tveimur höggum undir pari og endaði því á 13 höggum undir pari, ein í þriðja sæti.

Suwannapura lék aftur á móti við hvern sinn fingur í dag og kom í hús á 65 höggum eða sex höggum undir pari. Á meðan lék Lincicome á 67 höggum. Þær enduðu báðar á 14 höggum undir pari og þurfti því að grípa til bráðabana.

18. holan var leikin en holan er par 5 hola. Aðeins þurfti að leika hana einu sinni en Suwannapura fékk fugl á meðan Lincicome fékk par.

Þetta var hennar fyrsti sigur á LPGA mótaröðinni en fyrir hefur hún unnið eitt mót á Evrópumótaröð kvenna, Asíumótaröðinni og Symetra mótaröðinni. 

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.