LPGA: Shanshan Feng í forystu

Fyrsti hringur Lotte Championship mótsins var leikinn í gær og nótt. Það er efsta kona heimslistans, Shanshan Feng sem er í forystu á samtals fimm höggum undir pari. 

Eftir að hafa byrjað hringinn á skolla tapaði Feng ekki höggi. Hún fékk þrjá fugla í röð á holum 15-17. Á síðari níu holunum fékk hún svo þrjá fugla og restina pör og kom því í hús á 67 höggum.

Jafnar í öðru sæti á fjórum höggum undir pari eru þær Haeji Kang, Brooke M. Henderson og Martina Edberg. 

Pernilla Lindberg, sem sigraði á sínu fyrsta risamóti fyrir tveimur vikum, er jöfn í 11. sæti sæti á samtals tveimur höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.