LPGA: Sei Young Kim með fjögurra högga forystu

Sei Young Kim er með fjögurra högga forystu eftir tvo hringi á Thornberry Creek LPGA Classic mótinu. Kim er samtals á 16 höggum undir pari á meðan næsti kylfingur er á 12 höggum undir pari.

Hún náði að fylgja eftir góðum fyrsta hring með öðrum góðum hring í gær. Hringina hefur hún leikið á 63 og 65 höggum og er því á 16 höggum undir pari.

Í öðru sæti á 12 höggum undir pari er hin kínverska Yu Liu. Hún átti besta hring gærdagsins er hún kom í hús á 63 höggum eða níu höggum undir pari.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var á meðal þátttakenda í mótinu. Hún lék á 72 höggum í gær og endaði mótið á þremur höggum undir pari. Það dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn en hann miðaðist við þá kylfinga sem voru á fjórum höggum undir pari og betur.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.