LPGA: Sei Young Kim með afgerandi forystu fyrir lokahringinn

Það er fátt sem getur komið í veg fyrir að Sei Young Kim standi uppi sem sigurvegari á Thornberry Creek mótinu á LPGA mótaröðinni en hún er með 8 högga forystu fyrir lokahringinn. 

Kim hefur leikið hreint út sagt frábærlega á öllu mótinu en fyrstu þrjá hringina lék hún á 63, 65 og 64 höggum og er því á samtals 24 höggum undir pari. Hringinn í gær lék hún á 8 höggum undir pari þar sem hún tapaði ekki höggi en fékk einn örn, sex fugla og restin pör. 

Í 2. sæti, á samtals 16 höggum undir pari, er Amy Yang. Hún lék hringinn í gær á fimm höggum undir pari þar sem hún fékk fimm fugla og restin pör. 

Þrír kylfingar eru svo jafnir í 3. sæti á samtals 15 höggum undir pari.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.