LPGA: Ryu sigraði á Meijer LPGA Classic mótinu

So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu sigraði á Meijer LPGA Classic mótinu sem fór fram um helgina á LPGA mótaröðinni. 

Ryu lék samtals á 21 höggi undir pari eftir að hafa leikið lokahringinn á 5 höggum undir pari. Þetta er fyrsti sigur Ryu frá því í Arkansas í fyrra og er hún nú komin með sex sigra á LPGA mótaröðinni.

Lee Anne Pace og Anna Nordqvist hófu lokadaginn í forystu á 18 höggum undir pari. Þær náðu sér þó ekki á strik og komu inn á höggi yfir pari á lokahringnum og enduðu jafnar í 4. sæti.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var meðal keppenda í þessu móti. Hún endaði í 58. sæti á 6 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is