LPGA: Ryu lék fyrsta hringinn á 7 höggum undir pari

Margir af bestu kylfingum LPGA mótaraðarinnar eru nú mættir til Japan þar sem TOTO Japan Classic mótið fer fram næstu daga.

Mótið hófst í nótt og fór So Yeon Ryu best af stað þegar hún lék á 7 höggum undir pari. Ryu fékk alls sjö fugla og tapaði ekki höggi á hringnum.

In-Kyung Kim, Jiyai Shin og Nasa Hataoka eru jafnar í öðru sæti á 6 höggum undir pari. Höggi á eftir þeim eru þær Sei Young Kim og Minjee Lee en sú síðarnefnda er í öðru sæti á stigalista mótaraðarinnar.

Ariya Jutanugarn, sem var á dögunum valin kylfingur LPGA mótaraðarinnar, lék fyrsta hringinn á 2 höggum undir pari og er jöfn í 28. sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is