LPGA: Ólafía Þórunn meðal keppenda í móti vikunnar

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er meðal keppenda á öðru móti tímabilsins á LPGA mótaröðinni, ISPS Handa Australian Open. Mótið er haldið í Adelaide og eru flestir af bestu kylfingum heims meðal keppenda.

Ólafía Þórunn hefur nú þegar leikið á einu móti í ár en hún endaði í 26. sæti á Pure Silk Bahamas mótinu sem fram fór á Bahama eyjum í janúar. 

ISPS Handa Australian Open hefst á fimmtudaginn og lýkur á sunnudaginn. Leiknir eru fjórir hringir og er skorið niður eftir tvo hringi. Ha Na Jang hefur titil að verja í mótinu en hún lék á 10 höggum undir pari í fyrra. Mótsmetið á Jiyai Shin sem lék á 18 höggum undir pari árið 2013.

Líkt og fyrr segir er keppendahópur mótsins sterkur og ber þar helst að nefna kylfinga á borð við Lydiu Ko, Ariya Jutanugarn, Cristie Kerr og So Yeon Ryu.

Hér er hægt að sjá allar helstu upplýsingar um mótið.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is