LPGA: Ólafía Þórunn með um helgina

Íþróttamaður ársins 2017, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, er meðal keppenda á Bank of Hope Founders mótinu sem fer fram í vikunni á LPGA mótaröðinni.

Ólafía Þórunn tók einnig þátt í þessu móti í fyrra en þá komst hún ekki í gegnum niðurskurðinn þrátt fyrir fína spilamennsku. 

Á núverandi tímabili hefur Ólafía leikið á tveimur mótum og komist í gegnum niðurskurðinn á öðru þeirra, Pure Silk Bahamas mótinu. 

Keppendalisti Bank of Hope Founders mótsins er sterkur líkt og í fyrra. Helst ber að nefna að Lydia Ko, Korda systurnar, Cheyenne Woods, Michelle Wie, Sung Hyun Park, Inbee Park og Anna Nordqvist verða allar með.

Mótið hefst á fimmtudaginn og eru leiknir fjórir hringir. Skorið er niður eftir tvo hringi og komast þá um 70 efstu kylfingarnir áfram.

Hér er hægt að sjá keppendalista mótsins.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is